Með nýjum mannvirkjalögum breytist áhersla á starfsviði byggingarstjóra. Í lögunum er gert ráð fyrir að byggingarstjóri sé ekki starfsmaður verktakans. Hann er starfsmaður verkkaupa og ber ábrygð gagnvart honum. Hann ræður í umboði verkkaupa verktaka og hönnuði eftir atvikum í samráði við verkkaupa. Byggingarstjóri sér um að teikningar og úttektir séu virtar og ber jafnframt ábyrgð á að verkið sé unnið samkvæmt teikningum og lögbundnar úttektir gerðar.
Nú er þess krafist frá Mannvirkjastofnun (byggingareglugerð) að iðnmeistarar og byggingastjóri séu með virkt gæðakerfi, vottað af faggildri vottunarstofu og samþykkt af Mannvirkjastofnun. Slikt gæðakerfi er virkt hjá okkur. Einnig setjum við upp vottuð gæðakerfi kerfi fyrir aðra byggingarstjóra og iðnmeistara.
Breytingin er til bóta fyrir verkkaupa ef lagabókstafnum og inntaki lagana er fylgt. Byggingarstjóri.is er hluti af Skoðunarstofunni og hefur aðgang af reyndum byggingarstjórum.
Á síðunni tenglar eru linkar á gagnlegar síður.